frábært. Þetta er sennsagt eldgamall
Höfner Galaxy sem var tekinn rækilega í gegn á pönktímabilinu. Áklæðningin rifin af honum, brúin brotin og ný smíðuð (sem skröltir), stilliskrúfur eiðilagðar og öll elektróník rifin út. Svo hefur hann verið geymdur í óspilanlegu ástandi í svona 20 ár og beðið eftir mér.
Í kringum hálsin liggur plast reim (veit ekki hvað það kallast) eins og er á sumum gibson gíturum. Hún er í kringum fingraborðið og byrjar þar sem viðurinn í hálsinum endar og dökki (rosewood) viðurinn í fingraborðinu tekur við (ég vona að þú vitir hvað ég er að tala um). Allavega, hún er flögnuð að mestu leiti flögnuð af. Veistu hvort þetta sé eitthvað staðlað dót sem sé fáganlegt í næstu hljóðfærabúð eða eru hljóðfærasmiðir vanir að fiffa bara e-ð sjálfir?
Auk þess væri ég til í að vita hvernig þú myndir gera við laus fret.
Afsakaðu lengdina á þessu hjá mér :)