þær snúrur sem þú þarft færðu í öllum hljóðfæraverslunum.
hljóðfærahúsinu, rín, pfaff, etc.
myndi fá mér 2 tegundir af snúrum.
Jack og MIDI. og helst 2 stykki af hvoru.
geri ráð fyrir að þú sért alger byrjandi? svo smá útskýring.
jack: (1x fyrir mono, 2x f. stereo) Hljóðtengi.
tengist í audio out (mono, stereo, L (left) R (right) etc.)
þetta er semsagt hljóðsignal sem tengist í hljóðkort.
MIDI: (2 stykki, fyrir IN og OUT).
Þetta er ekki hljóðtengi heldur Control eða stjórntengi. Helstu upplýsingar eru t.d “note on” “note off” “velocity”, “pitch bend”, “volume” osfrv.
með MIDI getur þú stjórnað syntum og öðru dóti í tölvunni með Casio hljómborðinu.
Ef þú ert með bæði MIDI IN og OUT þá geturu líka látið forritin í tölvunni stjórna Casio hljómborðinu.
tengir í MIDI out: spilar nótuna C og nótan C heyrist í syntanum í tölvuna.
MIDI in: “skrifar” eða teiknar nótuna C í tölvunni og hún heyrist á Casio hljómborðinu.
Oft er MIDI tengi á hljóðkortum en er held ég ekki á þínu LINE 6 hljóðkort. Þarft sérstakt Midi interface eins og t.d þetta:
http://www.m-audio.com/products/en_us/MIDISPORT2x2AnniversaryEdition.htmlHelstu forrit eru Reason, Cubase, Garage Band (Apple Mac), Logic, Pro Tools (meira fyrir hljóðupptöku), Ableton Live osfrv.