Ég á..
Marshall JTM45 reissue haus, ein rás, ekkert reverb, engin effektalúppa, enginn gain takki, bara eitt volume og þú hækkar meira og þá bjagar hann meira, það væri lygi að segja að þetta væri fjölhæfur magnari en hann hljómar alveg tussuvel og það er nóg fyrir mig.
Gibson Minuteman magnara, er með gormareverb og lampatremeló, ein rás, hljómar betur en allt annað sem ég hef nokkrusinni prófað, fjölhæfur? Tjah, gerir allt sem ég þarf/vil, alveg gagnslaus í metal/mjög þungt rokk en ég redda því með marshallnum og einhverjum pedala ef ég þarf þess.
Z-Vex nano head, lampamagnari sem er 1/2 vatt, get keyrt 2X12 marshallbox með helvítinu og hann er grínlaust verulega fokking hávær, hann alveg neglir sándið úr Marshallmagnaranum mínum á mun lægri styrkleika sem er alveg endalaus plús fyrir upptökur, þetta kvikindi plús holy grail reverbpedali er allt sem þarf (og hátalarabox reyndar)
Ég hef aldrei átt Mesa Boogie magnara, þeir eru örugglega helvíti fínir en ég hef aldrei haft nein sérstök not fyrir magnara með margar rásir eða möguleikann á mjög mikilli bjögun, þegar ég hef verið að hljómsveitast þá hef ég verið með sama sándið á magnaranum heilu æfingarnar/tónleikana og hef bara breytt sándinu með volumetökkunum eða tónstillunum á gítarnum (minna volume = minni bjögun) eða þá traðkað á einhvern pedala ef ég hef þurft eitthvað boost eða slíkt.
Ég nota eingöngu lampamagnara núna en ég hef átt alveg slatta af transistormögnurum og sumir þeirra voru bara nokkuð góðir, ég átti líka 130 vatta Musicmanmagnara með 2X12 og hann var með transistor formagnara en powerhlutinn af honum voru lampar, hann hljómaði alveg sjúklega vel og gerir það enn.
Ég átti líka peavey classic 50 með 2X12, hann var með mjög flott medium gain sánd en gjörsamlega handónýtt clean sánd, ég sé stundum eftir að hafa selt hann en mér fannst hann ekki byrja að hljóma vel fyrr en hann var kominn á styrkleika sem var alltof mikill fyrir mig, ég er aðallega að nota magnara í upptökur og þarf ekki að hafa áhyggjur af því að trommusett yfirgnæfi mig.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.