taktu upp það sem þú spilar með nokkrum mismunandi gainstillingum (minna, meira, mest) og hlustaðu svo á það til að geta borið það betur saman, mín reynsla er að tildæmis njóti allflestur rythmagítarleikur sín betur í upptöku með minni bjögun heldur en maður hefur tilhneigingu til að nota, minni bjögun = betri aðgreining á nótum innan hljómssins, gítar sem er bjagaður í klessu hljómar tildæmis yfirleitt hryllilega í upptökum (hljómar eins og maður sé með húsfluguflugu fasta í eyranu)
Ég veit svosem ekki hvaða sándi þú ert að sækjast eftir en ef við tökum frekar oldscool viðmið þá er td ac/dc rythmasándið frekar lítið bjagað (snýst meira um að dempa hljómana með lófanum) og Led Zeppelin gítarsándin eru nánast ekkert bjöguð..
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.