Eftir mikla umhugsun hefur sú erfiða ákvörðun verið tekin að selja nokkur af börnunum mínum !
Ég er óður í spýtur og hef gaman af því að eiga þær,betrum bæta og hvað eina !
Ég er nokkuð fastur á verðunum fyrir hvern grip fyrir sig og tel mig vera sanngjarnan í sambandi við það.
Auðvitað allt í lagi að koma með tilboð og í versta falli segji ég nei.
*ATH….ENGIN SKIPTI…..AÐEINS PENINGUR*

Let´s begin…..

http://www.guitar.com.au/guitars/electric/bc_rich/umethar.htm
http://www.seymourduncan.com/products/electric/humbucker/blackouts_metal/

Bc Rich Umethar Body Art Collection (flying V)
Ég þori ekki að fullyrða það en grunar að þetta sé sá eini á landinu (leiðréttið bara ef er ekki rétt)
Minn er í toppstandi fyrir utan smá chip af einu horninu á headstock (mjög lítið) og rispur á hornum á body og ofan á body…þetta eru alls ekki miklar rispur og bara eðlilegar eftir notkun í metalnum !
Hefur svo einnig verið uppfærður með 1x seymour duncan blackout humbucker !
Frábært action og þetta er metal tudda tussa dauðans,brutal sound !!!
Engin taska með því miður en original pickup getur fylgt með sé þess óskað.
VERÐ: 65 þús.kr

Næsti…..

http://www.espguitars.ru/images/guitars/large/LTD_M-50_BLKS.jpg

LTD M-50 ….
Þetta er fínastu gripur og stóð til hjá mér að bæta hann all verulega en svo nenni ég þvi ekki.
Svo gott sem ónotaður !
Hann er rétt um 1 árs gamall.
Ath…minn er svartur með svörtu hardware !
Fínt action,fínasta sound úr orginal pickups sem kom mér á óvart.Ásett verð á nýja nú í Tónastöðinni er 50 þús.kéll
Þennan færð þú á 30 þús.kr !!!
Engin taska…I know,it sucks !

NEXT….

http://en.woodbrass.com/ALHAMBRA+1C+CLASSICAL+GUITAR+-+SOLID+CEDAR+TOP+-+TOP+SELLER

Alhambra 1-C
spænskur klassa klassískur kassi ;)
Vel með farinn og sándar mjög vel…hentar byrjendum sem lengra komnum !
Soft gigbag fylgir með !
Verð 25-30 þús.kr

NEXT….

Ok…þennan finn ég hvergi á netinu !!!!
Þetta get ég sagt þér um gripinn.
Hann heitir CHANNEL (reyndu að gúggla þetta orð…shiiit).
Er viðarlitaður….svona strat body nema er keimlíkt Ibanez gaurum.Er léttur (trúlega basswood) og hálsinn er maple og fingraborð rósaviður (fer ekki á milli mála).
Hann er með floyd rose og hefur verið uppfærður með nýju rafkerfi frá A-Ö !
Allt hardware er svart !!!
1x 5-way switch
nýtt input
1x volume og 1x tone (nýtt og báðir pottar eru 500k)
seymour duncan invader í bridge (humb.)
seymour duncan hot rail í miðju (single)
seymour duncan cool rail í neck (single)

Það er rooosalegt sound í þessum grip.
Massívt output enda þessir pickupar algjörar sleggjur !!
Spikfeitt clean sound og dauði og djöfull ef hann fær að komast í öflugt distortion !
Frábært action,heldur stillingum mjög vel.
Er varla að tíma þessum gaur !!!!
Ef hann selst ekki þá selst hann ekki…so be it !
Lítur mjög vel út.
Samkvæmt minni eigin reynslu þá er þetta gullmoli…algjör !
Og er algjör leyndardómur því ég finn ekkert um þennan grip.
En samkvæmt orðum hans Gunnar gítarsmiðs sem tók að sér að setja allt rafkerfi í hann þá vill hann meina að þessi gítar sé mjög vel smíðar,skemmtilegt action og virkilega góð græja.
Soft gigbag fylgir kannski með (þarf að ath hvort ég eigi)
Þennan mun ég sakna rosalega !!
VERÐ: 70 þús.kr


ATH:
Verst er að ég er í Vestmannaeyjum þannig það er ansi erfitt að koma til skoða.
En ljósmyndir skal ég senda alveg hægri og vinstri til þeirra sem hafa áhuga sem og ég get hugsanlega sent ykkur tóndæmi fyrir hvern gítar fyrir sig.Mun þá tengja gítar beint í mixer þannig það verður alveg hrátt og taka upp e-ð nett spil clean til að gefa ykkur hugmynd um sound !

Ég mun senda með flugi og ef þú sért í Rvk þá sendi ég að öllum líkindum frítt gegn því að þú sért tilbúin/n við færibandið að pikka gripinn þinn upp.
Öllum gítörum verður pakkað inn super vel til að vernda fyrir hnjaski af einhverjum toga !!
Einnig ábyrgist ég að allir gítarar séu réttir innbyrðis,með gott action og nýjir strengir verða settir í !!

(þá er hér með ein lengsta auglýsing á enda sem hér hefur birst á Huga)