hvaða djók verð er þetta á gítarmögnurum(og eflaust bassamögnurum líka) frá mesa boogie hjá tónastöðinni?
Dæmi um verðlagningu hjá tónastöðinni á Mesa Boogie Express gítarmögnurum:
5:50 1x12 = 1299$ á smásöluverði í usa = 162375kr
5:50 1x12 = 267000kr hérna heima = 5% stgr afsl = 254000kr
verðmunur = 92þús
5:25 1x12 = 1229$ á smásöluverði í usa = 153625kr
5:25 1x12 = 255000kr hérna heima = 5% stgr afsl = 242000kr
verðmunur = 89þús
ég geri mér grein fyrir sendingarkostnaði og þess háttar en ég er að taka fram Smásöluverð í USA. Tónastöðin fær þetta á heildsöluverði eða hvað þú vilt kalla það. Svo er ekki tollur af hljóðfærum eða hljóðfæratengdum vörum, aðeins vaskur og eitthvað lítið annað. Og svo sparar Tónastöðin líka helling með því að flytja fullt af dóti í einu heim á klakann í einum sama gáminum.
en ég spyr bara, eru íslensk fyrirtæki að notfæra sér kreppuna með því að leggja meira á vörurnar og kenna gjaldeyrishruni og erfiðum tímum um?
annars er ég alls ekki að reyna hrauna á tónastöðina! það er fínasta verslun og ég hef keypt mikið af dóti þarna, þar á meðal litlu elskuna mína eclipse II (sem kostar reyndar um 210þús stgr í dag hjá þeim þrátt fyrir að hafa lækkað í verði í usa, en jújú gengið, gengið)
þið fyrirgefið, ég er bara orðinn pirraður að búa á landi þar sem alltaf er verið að reyna taka mann að aftan.