Epiphone gítarar eru mjög misjafnir að gæðum, búkarnir á ódýrari epiphone gíturunum eru límdir/pressaðir saman úr mörgum spýtum, það er ekki gott fyrir sustainið í þeim, auk þess eru pickupparnir í flestum epiphone gíturum alls ekki góðir, einstaka epiphone gítarar eru reyndar með ameríska Gibson pickuppa en flestir þeirra eru það ekki.
Fyrir 140 þúsund sem er það sem var sett á þennann Gibson SG færðu ekki nema svona skítsæmilegann epiphone, þessir sem eru betri kosta í kringum 200.000 út úr búð í dag.
Bætt við 5. nóvember 2009 - 01:28
Ég hef líka prófað Gibson Les Paul gítara sem kostuðu hálfa aðra skrilljón og voru algjört rusl, það er ekkert gefið að Gibson sé betri en Epiphone en í flestum tilfellum ættu þeir að vera það.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.