Okkur þykir leiðinlegt að tilkynna það að við höfum ákveðið að skilja leiðir við Ásgeir Börk söngvara.. Geiri setti stóran sess á ímynd bandsins með einstökum sönghæfileikum og góðri frammistöðu á tónleikum. En því miður þá stefndum við í sitthvora áttina og var þetta ákvörðun sem að við tókum allir saman í góðu .
Nú hefst sú erfiða leit að finna næsta söngvara hvort sem það verður undir nafninu Shogun eða einhverju öðru, en við munum halda áfram við fjórir sem erum eftir.

Þannig að hér með auglýsum við eftir söngvara sem hefur þann metnað að fara til útlanda og spila ásamt því að setja allan sinn metnað í bandið. Við erum ekki að leita af öskrara heldur manni sem fyrst og fremst getur sungið, en ekki væri verra ef hann getur öskrað líka. Og bendum við á tvö nýjustu lögin okkar sem dæmi um hvernig tónlist við munum spila. Endilega ekki hika við að koma í prufu
hafið bara samband gegnum myspaceið okkar, shogunice@gmail.com eða í 660-6947 (Jóakim).

Kv.
SHOGUN