það er enganveginn realistískt að miða söluverð á hljóðfæri hérlendis við það sem fæst fyrir draslið á ebay, þar er jú allur heimurinn að bjóða í græjuna og oftast er verið að borga yfirverð fyrir hlutina þar af einhverjum helsjúkum söfnurum sem vita ekki aura sinna tal.
En samt, ef draslið er að slefa í þetta 160 til 200.000 á ebay þá er klárlega út í hróa að halda að það fáist 300.000 fyrir það hérlendis.
Þessi gítar er ein af tilraunum Gibson til að finna nýjann markað, í þessu tilfelli stelpur með litlar hendur, sem mistókst, það sýndi sig að fólk var ekki tilbúið að borga slatta fyrir Gibson Les Paul sem væri búið að minnka búkinn á, fækka tökkum á og bara almennt að breyta í einhverja fjólubláa diskókúlu, ég get svarið fyrir það að þeir fóru í 800 dollara á musicians friend, ég man að ég var að leita að Gibson solidbody gítar á viðunandi verði fyrir nokkrum árum síðan og þá kom þessi til greina eða Flying V faded því þeir voru ódýrastir.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.