Line 6 Floor Pod Plus
Er einhver hérna sem á þennan multi effect? Á einn svona og finnst hann bara vera algjört rusl. Hann hefur fínt tremolo, nokkra góða synth effecta og fuzz-ið sleppur ef þú nærð að stilla það rétt, ef ekki þá suðar helvítið hræðilega. Eru reyndar stillingar vistaðar í honum en þær eru bara svo steiktar. Hann er byggður á alskonar amp modelum sem þú getur valið á milli, en mér finnst ekki eitt einasta þeirra vera að gera sig. Ég bý út á landi og pantaði effektinn, ég er ekkert allt og reyndur með þetta stöff svo ég notaði það sem kallinn í búðini mælti með. Hefði bara frekar átt að nota tækifærið næst þegar ég færi suður og prófa þetta fyrst.