Ég held að það fari frekar lítið fyrir Kramer á markaðnum í dag, þeirra tími var svona frá 1984 til 1992 ca þegar menn kepptust við að spila harmonic minor skala sem hraðast með báðar hendur á fingraborðinu, þeirra aðalsmerki voru gítarar með einum humbucker, volumetakka og floyd rose kerfi, svo ruddust aðrir framleiðendur inn á þann markað og ég held að kramer hafi orðið svolítið undir því þeir gátu ekki verið samkeppnisfærir í verði við tildæmis Ibanez, Charvel og fleiri.
Annar framleiðandi frá þessum tíma sem var virkilega góður var Hamer, Hamer gítarar frá þessum tíma voru frekar sick hljóðfæri og það má oft finna einn og einn af þeim gítörum notuðum í hljóðfæraverslunum fyrir ekki svo mikinn pening.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.