Ég hef aldrei lent í að fá slæma þjónustu hjá Rín, þvertámóti hafa þeir oft komið töluvert til móts við mig þegar mig hefur langað að eignast eitthvað en ekki átt fyrir því þá og þá stundina þá hafa þeir stundum tekið hlutina frá og geymt fyrir mig í langan tíma án þess að ég hafi þurft að borga inn á þá.
Ég er að vísu búinn að vera að versla við þá í örugglega að verða 30 ár og sjálfsagt telur það eitthvað þegar kemur að þjónustu.
Ég hef líka séð krakka koma inn með einhverja sjittí Marshall transistormagnara sem þeir höfðu keypt kannski mánuði eða meira áður og fá þá endurgreidda að fullu eða tekna á fullu verði upp í aðra magnara, það er langt frá því að vera sjálfsögð þjónusta.
Ég fæ reyndar ef eitthvað er ennþá betri þjónustu í Tónastöðinni, þegar ég var að byrja að versla við þá á þeim tíma sem verslunin var ennþá uppi á Óðinstorgi þá buðust þeir stundum til að lána mér hljóðfæri yfir helgi til að prófa þau og stundum gerði ég það, án undantekningar spurðu þeir mig ekki einusinni hvað ég héti og báðu mig aldrei um kortanúmer eða neitt sem tryggingu, síðan þá hef ég alltaf farið fyrst til þeirra þegar ég er að fara að kaupa hljóðfæri.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.