Hringdi í dag í ónefna hljóðfæraverslun hér á landi og var að spyrjast fyrir um strengi.

Er búinn að vera með svona strengi í öðrum bassanum mínum í einhver 3 ár (i know, orðnir gamlir) en mér finnst þeir alltaf jafn skemmtilegir að spila á þegar ég tek upp bassann (þetta er B-bassinn minn, svo gríp sjaldnar í hann) og þeir sánda enþá nokkuð vel þrátt fyrir aldur.

Allavega, ég hringdi í hljóðfæraveslun og fékk samband við einhvern. Sagði að ég hefði keypt strengi sem ég fýlaði mjög vel einusinni og væri að spá í hvort hann ætti fleiri sett, og hvað verðið á þeim væri.

Ég sagði honum að þetta væri 40-125 stálstrengja sett í 5-strengja. Var með nákvæmt týpunúmer fyrir framan mig, og gat mas. lýst útlitinu á pakkanum.

Hann sagðist ætla að athuga með þetta og sagðist vera að labba fram í búð að strengjarekkanum. Mynntist eitthvað á að þetta væri “rosalega þykkir strengir” og ég sagði “þetta eru sko bassastrengir” og hann bara “jaaaá” og labbaði greinilega að bassastrengjunum. spurði aftur út í stærðina og ég sagði 40-125, 5 strengja. og þá sagði hann “já, 5 strengja settin eru bakvið” svo hann virtist labba þangað.

Þá sagðist hann hafa fundið sett sem væri voða svipað. 50-135 5 strengja nickel sett. Væru voða fínir strengir.

Ég spurði hann hvort hann ætti ekki 40-125, týpunúmerið var eitthvað “220-5” og hann eitthvað “já 225” og ég endur tók “220, bandstrik 5” og hann eitthvað “sýnist við ekki vera með þetta, en við seljum alla strengi staka. Er hérna með 45-110 og þú getur svo bara fengið 5. strenginn”.

Svo muldraði hann eitthvað um að þetta gæti verið til á lagernum einhverstaðar annarstaðar í bænum, og talaði eitthvað um mánudag. Skildi ekki alveg hvað hann var að segja mér.

Finnst þetta ótrúlega skrítin sölumennska, Hringdi og vissi nákvæmlega hvað ég vild, var með týpunúmer, þykktina á öllum strengjunum í pakkanum og útlitið á pakkanum á hreynu. Og hann fór svo að segja mér frá einhverjum 50-135 nickel strengjum :S

Þess má geta að ég var búinn að senda e-mail að spyrja útí þessa strengi á verslunina fyrir 2 dögum síðan.

Bætt við 22. október 2009 - 21:22
Þykir btw. leiðinlegt ef þessi aðili er virkur notandi á huga eða vinur einhvers hérna. Þessvegna vildi ég hafa verslunina nafnlausa til að særa engann (og tók ekki fram týpuna heldur til að fólk gæti síður pin-pontað verslunina)

Ef einhver fattar hvaða verslun þetta er vinsamlegast haldið því fyrir ykkur sjálfa.

Strax eftir þetta símtal fór ég á juststrings.com og fór að skoða þessa strengi. Langar í svona sett, en legg eiginlega ekki í að hringja aftur í þessa verslun varðandi þetta málefni.
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF