Hafðu það á bak við eyrað að þessir Fender Champion600/Gretsch Electromatic magnarar koma frá framleiðanda með lélegum lömpum, lélegum hátölurum og helst þarf að skipta um spenni í þeim líka.
Ég keypti Gretsch Electromatic magnara í Tónastöðinni, það er í rauninni Champion 600 magnari í öðrum umbúðum en framleiddur af sama aðila, lamparnir voru sjittí kínverskt drasl og ég lét þá fjúka við fyrsta tækifæri (nýtt sett kostaði 6000 kall og við það hljómaði magnarinn strax töluvert betur)
Hátalarinn í þessum litlu kvikindum er heldur ekki góður, það er svosem ekki við því að búast að 6 tommu hátalari hljómi neitt sérstaklega vel þannig að ég tengdi kvikindið bara alltaf í marshallboxið mitt og það var strax allt annað líf.
En mesta böggið var spennirinn, hann framleiðir töluvert mikið hum/suð, maður tekur kannski ekki svo mikið eftir því meðan maður notast við innbyggða hátalarann en um leið og ég var búinn að tengja magnarann í 4X12 box þá nottla fjórfaldaðist þetta suð og vel það, ég gat ekki notað þennann magnara í upptökur með öllu þessu suði svo ég bara losaði mig við hann.
Samt, sem svona heimaspilunarmagnari var hann alveg helvíti fínn og ef ég hefði haldið í hann þá hefði ég sennilega endað á að kaupa nýjann spenni og svo jafnvel fengið vin minn til að smíða nýjar umbúðir utanum hann og látið breyta honum í 5 watta magnarahaus.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.