Mér hefur aldrei þótt neitt varið í þessa magnara og samt hef ég virkilega reynt að sætta mig við þá.
Þegar hafa verið útsölur í Tónastöðinni eða þegar ný útgáfa af þessum kvikindum hefur komið á markaðinn þá hefur alltaf verið hægt að fá svona magnara fyrir klink og þá hef ég prófað svona magnara með það fyrir augum að þarna gæti ég verið að fá fjölnota magnara fyrir stúdíóið mitt fyrir lítinn pening en niðurstaðan hefur alltaf verið sú sama, það eins sem þessir magnarar geta gert tiltölulega sannfærandi er svona high gain metalsánd á lágum styrkleika, hreina sándið og medium gain sándin í line6 mögnurum eru handónýt en fyrir byrjendur sem vilja bara spila metalriff inni í herberginu sínu eru þetta ágætis græjur og fín kaup.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.