Sælir Hugar

Nú er mikill munur á gamla góða verðinu á hljóðfærum og nýja verðinu í kjölfar hruns gengisins. Gítar sem kostaði 200 þúsund fæst varla á lægra verði en 350-400 þúsund - sama á við um magnara.
Hvernig á maður að verðleggja hljóðfæri á gamla verðinu miðað við gengið í dag? Á maður að sætta sig við 70% af gamla verðinu í endursölu, eða 70% af nýja verðinu - eða fara einhvern milliveg? Hvað segja hugar um það? Og hver verður þróunin í hljóðfærasölu ef gengið kemur ekki til baka? Hækkar þá endursöluverð á góðum “græjum”? Verðum við öll/allir með almennt ódýrari hljóðfæri eða gömul hljóðfæri sem ganga kaupum og sölum á einhverju tilteknu endursöluvirði.
Hvaða verð er ásættanlegt að setja á tveggja ára hljóðfæri í milligjöf, kaupi maður nýtt?

Kveðja,
geng