Þú losnar við delayið (það er reyndar kallað latency á útlensku) með því að sækja góða asio drivera, googlaðu asio4all, það eru djöfull góðir driverar sem þú færð frítt og þá er allt latency úr sögunni.
Ég er að nota hugbúnaðinn Ableton Live sem er rándýrt stöff en það er hægt að stela honum af netinu af einhverri torrentsíðu til að prófa hann amk, það er held ég hægt að sækja þennann hugbúnað líka í svona prufuútgáfu af heimasíðunni en þá læsist hugbúnaðurinn eftir ca mánaðarnotkun og þá þarf semsagt að kaupa hann til að geta haldið áfram að nota hann.
Ef þú ert með sæmilega tölvu þá ætti þetta allt að virka fínt en ég hélt tildæmis að ég væri þokkalega græjaður tölvulega séð nema að ég er með helvítis windows vista stýrikerfi í tölvunni minni og það er algjör horbjóður sem tekur rosalega mikið af vinnsluminninu í sjálft sig og skilur ekki mikið eftir fyrir hljóðvinnsluforrit, ég mæli með öllum öðrum stýrikerfum heldur en vista og að þú sért með 4gb í innra minni ef þú ætlar að búa til tónlist, hljóðskrár og mússikvinnsluforrit alveg éta upp minnið hjá þér.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.