það eru töluvert mikið betri pickuppar í Gibson heldur en Epiphone, ég veit alveg að það eitt og sér réttlætir svosem ekki 200 þúsund krónu verðmun en búkarnir á epiphone gítörum eru líka pressaðir/límdir saman úr mörgum spýtum, það er ekki gott fyrir sándið úr gítarnum þó að tildæmis séu Gibson Firebird gítarar líka gjarnan settir saman úr mörgum trékubbum.
Ég á Gibson Les Paul Standard og hann er æðislegur, þetta er án nokkurs vafa besti gítar sem ég hef átt og ég hef átt örugglega 20 til 30 rafmagnsgítara um ævina (tildæmis 2 fender strat, fender telecaster, fender jazzmaster, gibson flying v, gibson explorer, rickenbacker 325, gretsch 6120 og heilann helling af “ódýrari” gítörum)
Ég hef prófað virkilega góða Epiphone gítara og ég hef líka prófað virkilega lélega Gibson gítara, ég er búinn að vera að spila á gítar í amk 30 ár og hef prófað skrilljón Gibson Les Paul gítara en það var ekki fyrr en fyrir 3 árum eða svo að ég fann lokssins Les Paul sem mér þótti það góður að ég varð að eignast hann.
Ég er búinn að prófa slatta af epiphone les paul gítörum og þeir eru virkilega misjafnir, áður en gengið fór í fokk og algengt verð á epiphone var þetta 50 til 80 þúsund var ég oft að spá í að kaupa svona gítar og hressa upp á hann með nýjum pickuppum nema hvað að einu epiphone gítararnir sem mér fannst eitthvað að ráði varið í kostuðu ekki svo mikið minna en Gibson Les Paul (epiphone les paul ultra minnir mig að þeir heiti)
Og ókei, ég er hégómagjarn gaur, ég hugsaði “Vil ég virkilega eyða 200.000 kalli í Les Paul sem stendur Epiphone á hausnum á?” svarið við þeirri spurningu var nei.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.