Fer ótrúlega mikið eftir hversu mikið þeir eru notaðir.
Ég skipti ekkert voðalega oft, þar sem strengjasettið sem ég nota í dag kostar 6000kr (FBass custom strings) kanski svona einusinni á ári, en bassinn minn er heldur ekki í neinni brjálæðri notkun.
Strengirnir fara samt að verða soltið “dull” sérstaklega við mikla notkun eftir einhvern tíma.
Ef ég hefði efni á því myndi ég sennilega skipta fyrir hverja tónleika, og í hvert skipti sem ég væri að fara í upptökkusession.
“Pro” tónlistarmenn skipa oftast um strengi fyrir hverja tónleika þegar þeir eru að túra, og jafnvel hvert lag þegar þeir eru að taka upp (eða kanski nokkrum sinnum í hverju lagi)
Þú getur kreist útúr þeim svona “ferkst” sánd með að sjóða þá (eða láta þá lyggja í spritti, sem er eiginlega aðeins betri aðferð) en ég hef tekið eftir því að þeir vilja frekar slitna þegar það er búið að sjóða þá (eins og límingin í þeim skemmist aðeins).
Ætla samt að prufa að útbúa mér svona spritthólka einhvertíman, sem eru jafn langir og strengirnir, fullir af spritti (rubbing alcohol) sem maður lætur strengina svo lyggja í í kanski viku.
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF