ég hef notað 4ra rása portastudio kasettutæki og tekið upp live í stereó á sitthvora rásina með hljóðnemum, ég fékk út úr því nokkuð góðar upptökur.
Ég hef líka nota DAT tæki með stereóhljóðnema, þá fékk ég mun hreinni upptökur heldur en með kasettutækinu.
Ég hef líka tekið upp hljómsveit með 8 rása harðdiskupptökutæki tengdu við mixer og öll hljóðfæri mækuð upp og mixuð niður á 2 rásir í stereó, það var töluvert vesen að ná einhverju jafnvægi á innbyrðis hljóðstyrk á milli hljóðfæra og það fór svo allt í fokk ef einhver hækkaði í sér, ég mæli ekki með svoleiðis.
Bætt við 10. október 2009 - 12:39
hér er ég reyndar að tala um upptökur á æfingum þar sem allir eru að spila samtímis og engin overdub eða þessháttar og það gerir nottla þá kröfu að hljómsveitin geti spilað lögin sín tiltölulega skammlaust, ef hugmyndin er að taka upp eitthvað sem sé nánast útgáfuhæft þá mæli ég samt með því að söngurinn sé tekinn upp sér.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.