Laugardaginn 10 október verður sýningin Trommarinn 2009 haldin í fyrsta sinn á Íslandi, í sal Tónlistarskóla FÍH frá kl.13:00 til 18:00.

Á sýningunni verða hljóðfæraverslanir með allt það nýjasta til sýnis í trommum og slagverki.

Nokkrir landsþekktir trommuleikarar troða upp:

13:00 Hús opnar – sýning hefst
13:30 Helgi Svavar Helgason & Matthías Hemstock
14:00 Gunnlaugur Briem
14:30 Benedikt Brynleifsson
15:00 Einar Valur Scheving
15:20 Áskell Másson
16:00 Guðmundur “papa jazz” Steingrímsson heiðraður
16:30 Arnar Þór Gíslason og Steingrímur Guðmundsson ásamt Guðna Finnssyni bassaleikara
17:00 Ragnar Sverrisson
17:30 Hrafnkell Örn Guðjónsson

Íslenskir trommusmiðir sýna afurðir sýnar og mikið af gömlum „vintage“ trommusettum og stökum trommum verða til sýnis.

Einnig verður hægt að vinna 20 vinninga í boði Tónastöðvarinnar, Hljóðfærahússins/Tónabúðarinnar, Rín og Trommari.is.

Að auki verður Guðmundur “papa jazz” Steingrímsson veitt heiðursviðurkenning fyrir ævistarf sitt í þágu tónlistar og á Íslandi.

Aðgangur er öllum heimill og kostar ekkert inn.

Trommari.is bolir verða til sölu á kr. 2500,-

Munið: Laugardagurinn 10 október 2009 kl. 13:00 – 18:00 í sal FÍH
www.trommari.is