Auk þess var einnig laus í 4x10 boxinu plata sem liggur í miðju boxinu, sem orsakaði mikinn víbríng (á milli plötunnar og baksins á boxinu) í öll boxinu.
Þegar ég fór að bilanagreina boxin (ath hvort það væri crossoverið eða tweeter, prufa að víxla crossoverum o.s.frv) og gera við lausu plötuna (þurfti að taka tvær keilur úr boxinu til að komast almennilega að henni) þá virtust víringarnar á boxinu eitthvað hafa víxlað.
Fékk nýjann tweeter sem ég setti í 4x10 boxið, til að vera með allavega eitt heilt box.
Tók eftir því þegar ég fór að æfa að ein keilan hljómaði allt öðruvísi en allar hinar, virtist einhvernvegin koma miklu daufara og minna sánd úr henni, mig grunaði þá að ein keilan hefði lent úr fasa, en það soltið vont að sjá það með því að spila á bassa
Þegar tvær keilur eru úr fasa við hvor aðra þá hreyfist önnur þeirra inn á meðan hin fer út, og þær éta sándið úr hvor annari (önnur þeirra hreyfir loftið og hin tosar loftið, sem að endar oft í því að loftið er kyrrt á sama stað) að flestu leiti, en þar sem þær eru ekki á nákvæmlega sama staðnum heyrist eitthvað (eitthvað loft nær að hreyfast)
Fór að velta fyrir mér hvernig ég gæti kannað fasann á boxunum á hávísindalegann hátt.
Var búinn að spá í að setja 4 eins míkrafóna á sama stað framanvið hverja keilu, taka upp einhvern smá bút og skoða svo waveformið mjög nákvæmlega.
Þegar ég var svo eitthvað að skoða á netinu fann ég mun einfaldari leið til að gera það. Með 9v batterý og hátalarasnúru með Jack tengi.
Sting jack tenginu í boxið og legg hinn endan á 9v batterýið. Ef að allar keilurnar eru samfasa þá fara þær allar jafnt langt í aðrahvora áttina og stoppa þar.
Ef að ein keilan er hinsvegar úr fasa, þá fer hún í öfuga átt miðað við hinar keilurnar.
Þetta reyndist vera raunin hjá mér, ein keilan var úr fasa.
Ég losaði hana úr og víxlaði tengingunum inná keiluna (það voru tveir gulir vírar inná hana öðrumegin og einn appelsínugulur hinumegin, sá að gulur var tengdur með appelsínugulum svo ég lagaði það) og prufaði aftur með batterýinu.
Núna hreyfðust allar keilurnar í sömu átt, en tvær keilurnar fóru um það bil helmingi styttra en hinar.
Tók “vandræðakeiluna” úr boxinu aftur, og færðu annan gula vírinn svo að hann var á sömu tengingu og annar appelsínuguli vírinn.
Prufaði aftur með batterýinu og nú voru þær allar farnar að hreyfast samfasa og jafn mikið.
Vona að þessi reynslusaga mín komi einhverjum að gagni :)
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF