Sælir hugarar
Ég er aðeins að skanna markaðinn og hef áhuga á að breyta til. Sú breyting felur í sér að skipta út Orange hausnum mínum fyrir annan hágæða haus lampa, og um er að ræða eingöngu slétt skipti eða að ég fái pening á milli.

Ég hef engan áhuga á beinni sölu og því óþarfi að setja upp eitthvað verð (ef um peningar væri að ræða myndi það vera óbein sala, þ.e.a.s. að einhver væri að segja haus á huga sem ég hefði áhuga á).
Hausinn er 5-6 ára gamall, alltof lítið notaður og í topp standi. Það var skipt um lampa í honum fyrir ca 2 árum en þeir hafa verið mjög lítið keyrðir síðan. Það eru sömu power-lampar og Orange notar í þessa magnara í honum og EH 12ax7 ef ég man rétt. Ekki hefur verið hreyft við rectifier lampanum.
Magnarinn hljómar alveg guðdómlega en hann er ekki alveg nógu fjölbreyttur fyrir mig. Ég skoða flest en er mjöööög pikkí þannig að aðeins gæða lampamagnarar koma til greina.

Ég hafði hugsað mér að halda boxinu en það er falt sem hluti af skiptum ef annað klassa box kemur á móti.

Mynd af hausnum: http://www.hugi.is/hljodfaeri/images.php?page=view&contentId=3578023

Upplýsingar um hausinn: http://orangeamps.com/products.asp?Action=View&ID=76

Review: http://reviews.harmony-central.com/reviews/Guitar+Amp/product/Orange+Amplification/AD30HTC+Head/10/1

Basic spec (nánari upplýsingar í linknum fyrir ofan):
30 wött Class A
GZ34 rectifier
4x 12ax7
4x EL84
Tvær rásir, báðar með volume, treb, mid, bass og gain.
1x16ohm tengi og 2x8ohm


Bætt við 8. október 2009 - 14:51
kannski rétt að taka það fram að boxið fer ekki á undan hausnum….