Þú getur svosem notað hér um bil hvaða mic sem er, af þeim sem ég hef prufað eru þessir bestir
http://cachepe.zzounds.com/media/feed/large/SENMD421II.jpg man ekki alveg hvað þeir heita en þetta er Sennheiser.
Þú getur líka keypt þér pickup á hann (mæli með The Realist frá David Gage sem hægt er að kaupa á www.davidgage.com á 200 dollara) þá þarftu bara bassamagnara eða kerfi til að plögga þig í, bara jack snúra í þetta.
Annars eru til contact mic-ar sem koma í veg fyrir feedback, þá eru þeir límdir á bassann með leir (ekkert sem skemmir hann) en flestir eru rándýrir, þurfti að leigja einn svoleiðis einusinni, það var geðveikt en alltof dýrt að kaupa svoleiðis.
Annars ef þú vilt bara nota mic geturðu notað eins og ég segi hér um bil hvað sem er. Mjög gott að stilla honum upp bak við body-ið eða þá festa hann í brúnna með svampi (bara bílasvampi sem maður klippir gat í og setur micinn, mjög svo þægilegt statíf).
Þegar ég var í upptökum um daginn notuðum við einhverja 8 mica á hann til að prufa okkur áfram, mismunandi micar og mismunandi uppstillingar en enduðum bara með að nota 2, þessa sennheisera, einn fyrir framan bodyið og einn fyrir aftan, þessi fyrir framan var svona 2-3 metra frá bassanum og beindist að f-holunum.
Endilega spurðu ef það er eitthvað fleira.