LANG besta leiðin er steinull.
Ef ég ætlaði að gera þetta almennilega myndi ég setja Superchunks í 4 horn í herberginu og veggull á alla veggi, og klæða svo yfir með þunnu efni (einhverju sem að auðvelt er að anda í gegnum)
Það væri sennilega passlegt að vera með 5cm Veggull (sem er 80kg/m3) og setja á alla veggi, og lyfta því 5cm frá veggnum
Mæli með að skoða johnlsayers.com forumið (studio design) Snýst mestallt um hljóðdempun og (treatment)
Teppi og annað slíkt vinnur í flestum tilvikum bara á hærri tíðnum. Svo að bassatíðnir gætu enþá verið að kastast til um herbergið (sérstaklega ef það hefur aðliggjandi veggi).
Frekar dýrt samt. Ég keypti um síðustu helgi 3 bala af 7.5cm steinull og fékk 4 einingar á 4600. Þetta þylur 2.88m*2 en ef þú ert með aðeins þynnri ull færðu meira úr hverjum pakka.
Til að spara þarftu líka ekki að raða þeim alveg þétt við hvorn annann, heldur hafa kanski 20-30cm á milli þeirra.
Superchunks eru í raunninni bara “klumpar”
Ég var að útbúa þannig í stúíóið hjá mér. Keypti steinull og skar hana niður í þríhryninga sem voru 30x30x42 og raðaði þeim svo hvern ofaná annann frá gólfi og upp í loft (var með herbergi sem er 320 á hæð).
Með 7.5cm ullinni þurfti ég 42 þríhyrnina í hvert horn. Og úr hverri einingi (60x120x7.5) fékk ég 16 þríhyrninga.
Troða þessu svo þétt í hornið og setja ramma yfir (setja bara eitthvað efni yfir og festa það sitthvoru megin við gildruna með einhverjum spítum.
Ég er enþá að vinna í þessu hjá mér, en skal senda inn myndir þegar ég er búinn.
Um leið og ég var hálfnaður að reisa bassagildruna (náði ekki að reisa hana hærra frístandandi og var ekki með allt efnið í þetta) heyrði ég strax mikinn mun í bassa hjá mér. Var farinn að heyra bassann, aðgreina nótur hvora frá annari og svona í staðin fyrir að bassinn væri bara djúp drulla.
Bætt við 30. september 2009 - 08:36
Ertu á Akureyri ?
Gæti kanski sýnt þér það sem ég er að gera.
Verð líklega að vinna við það í dag. Sendu mér EP
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF