Þrjú orð : Ekki Selja Þetta!
Ég á svipaða græju (Maestro Echoplex með innbyggðum 4ra rása mixer) og það er búið að bjóða mér alveg upp í kvartmilljón fyrir það en suma hluti á maður bara ekki að selja.
Þó að það standi Roland á þessu þá skaltu ekki setja samasemmerki milli þessarar græju og Roland dótssins sem er verið að selja í dag, svona græja hefur sál og er ekkert svipuð digitaldótssins sem Roland/Boss eru að selja í dag, þetta er alvöru.
Ef þú sinnir almennu viðhaldi á svona græju (hreinsar teiphausa og skiptir um teip reglulega) þá ætti þetta að hljóma svona 1000 sinnum betur en öll analog og digitaldelay sem eru á markaðnum núna, þessar græjur hljóma svo sick með hvaða hljóðfæri sem er að það er bara ekki fyndið.
Ekki selja þetta, þú munt sjá eftir því.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.