Erum að spila tiltölulega einfalda tónlist sem og planið er bara að halda áfram að semja lög og fara að spila gig. Við erum ekki að leita að shreddara endilega en bara á meðan þú getur samið “falleg” sóló og riff þá ertu velkominn. Munum líklega prófa einstaklinga á því að láta þá spila sóló yfir lag eftir okkur en við erum með allavega 3 lög eftir okkur í Guitar Pro fælum sem vantar sóló í.
Það er möst að eiga græjur (kraftmikinn magnara (spilum frekar háværa tónlist) og góðann gítar) og að geta borgað leigu sem væri um 5500 kr. á mánuði held ég.
Við erum með mjög fínt húsnæði staðsett í hafnarfirðinum og það væri minnsta mál að pikka þig upp einhverstaðar í leiðinni frá selfossi til Hafnarfarðar. Við æfum svona sirka tvisvar í viku.
Við höfum flestir svona 4 ára reynslu eða svo að hljóðfæraleik en hér má heyra tvö af lögunum okkar. Erum að reyna að vera duglegir að semja og erum með 3 lög í ofninum og svo plús þessi tvö á myspace. www.myspace.com/sacrilege
Það væri frábært ef viðkomandi gítarleikari hefði einhverja kunnáttu á upptökugræjur ef okkur langar til að taka eitthvað upp en auðvitað er það enginn skylda.
Þú mátt reykja og drekka eins og þér sýnist svo lengi sem þú ert ekki í hörðum efnum og sért í hræðilegu ástandi á æfingum. Við viljum helst nokkuð ábyrga einstaklinga en samt skemtilega gæja sem taka þátt í samræðum, stunda tónleika með okkur ofl.
Bætt við 23. september 2009 - 00:06
Hafa Samaband við mig hér á huga eða adda mér á msn theguerilla@hotmail.com
Nýju undirskriftirnar sökka.