Þetta er haus er það ekki? Ef svo er þá bara ekki kveikja á honum nema að hann sé tengdur við hátalarabox, annars getur hann skemmst.
Að öðru leyti bara nota almenna skynsemi, það væri örugglega alltílagi að þurrka af honum mesta rykið, skrúfa jafnvel af plötuna á bakinu og ryksuga hann að innann, spreyja wd40 í samskeyti undir volume og tónstillum osfrv, það segir sig sjálft að þú hefur magnarann ekki í sambandi þegar svoleiðis er gert..
Lampamagnarar (amk marshall) eru með 2 rofa til að kveikja á magnaranum, annar heitir standby, þú kveikir fyrst á on/off rofanum og svo lætur þú magnarann hitna í smá stund (tvær þrjár mínútur) áður en þú tekur hann af standby, ég myndi líka hafa alla volume/tónstilla á núlli þegar þú kveikir á honum, ef þú ert vanur transistormagnara þá á þér örugglega eftir að finnast þessi magnari alveg sjokkerandi hávær, ég er með 30 watta Marshall JTM45 stæðu og þegar volumeið er á einum þá er magnarinn orðinn of hávær til heimanotkunar..
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.