Ég keypti m-audio fast track græju (ekki þessa sem þú ert að tala um samt) þegar tónastöðin og hljóðfærahúsið sameinuðust, ég gat ekki fengið þetta drasl til að virka nema með alveg andstyggilega miklu latencyi þeas að það liðu svona 2 sekúndur frá því að maður spilaði eitthvað þangað til talvan tók við því, ég sótti nýja asio drivera og hvaðeina á heimasíðu m-audio en það lagaðist ekki rassgat svo ég endaði á að gefa vini mínum þetta.
Ég hef aldrei lent í sambærilegu veseni með nein önnur svona tæki, er með ozone midikeyboard og novation x-synth sem er með hljóðkorti, míkrafónpreamp og öllusaman og þær græjur haga sér fínt en softwarestuðningurinn við þetta tiltekna fast track dót var hryllilegur og verður örugglega til þess að ég kaupi aldrei aftur neitt frá m-audio.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.