Það sem ég á við að mér finnst svo margir rafmagnsgítarar vera með svo grönnum háls, þannig að það er óþægilega lítið pláss fyrir fingurnar. Svo er ég líka svo vanur að spila á kassagítar að mér finnst alltaf mjög óþægilegt að spila á þessa grönnu hálsa.
Ef einhver gæti beint mér að gíturum með breiðari háls þá væri það vel þegið.
Ó og ég veit að Hendrix var með stórar hendur.
Gítarar:Fender telecaster Baja, Seagull Mahogny CW Duet,Yamaha LL6, Fender stratocaster delux, Ítalska víólu frá 1949