Það sem að skiptir máli til að fá gítarsánd.
Spilarinn.
Gítarinn
Pickuppar í Gítarnum
Eru pedalar í keðjunni
Gítarmagnarahaus (ath. alls ekki nota of mikið gain!!)
Stillingar á haus
Gítarbox
Micstaðsetningar (jafnvel nokkrar á hverri keilu, blandað saman)
Micar. Hvaða mic þú ert að nota, jafnvel marga.
Preampar, hvaða mic preampa þú ert að nota
Eftirá EQ, eru einhverjir EQ töfrar í gangi ?
Bassasándið. Bassinn er í mjög morgum tilfellum (tek In Flames) sem dæmi það sem er að keyra gítarsándið áfram.
En gangi þér vel :)
5150/6505 er uppáhalds þungarokkmagnarinn minn. Hef líka heyrt þrusu gott sánd útúr Mesa Single Recto. Fýla Triple XXX ekki alveg jafn mikið
Cabinetið skiptir meira máli en margann grunar. Mesa cabs eru algengar. Cabs með V30 keilum þykja einstaklega skemmtilegar.
Oft er verið að nota einhverja boost pedala (TubeScreamer MJÖG algengur) inní Gain rásina.
Ég veit að t.d. Clayman með In Flames er tekinn upp með 5150 haus í ENGL gítarcab, með tveimur SM57. Öðrum er beint beint inní miðja keiluna, og hinn var alveg við hliðiná, og sneri 45° miðað við hinn micinn. Þeir voru svo “samfasaðir” svo að þeir væru eins mikið í fasa og mögulegt er. (aldrei að vita nema ég sendi inn grein tengd samfösun gítarmica)
Ekki reyna að fá þetta “fulla” gítarsánd beint úr magnaranum. Gítarsándin sem þú ert að heyra eru oftast 2-4 gítarrásir, oft með nokkrum micum hver og BASSINN sem sér um low endann á gítarnum. Það heyrist í mörgum in flames lögum hversu “þunnur” gítarinn er þegar bassinn er í “pásu”. En þannig á hann einmitt a vera! Bassinn á ekki að vera að keppna um botninn við gítarinn. Gefðu honum pláss.
Vona að ég hafi hjálpað.
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF