15.000 kall er alltílagi verð fyrir góðann distortionpedala út úr búð miðað við hvað hljóðfæradrasl er farið að kosta núna, ég sá tildæmis að það var einhver hérna að biðja um 45 þúsund fyrir notað z vex fuzzbox sem er klárlega út í hött, þar er maður að borga 30 þúsund kalli meira vegna þess að einhver hippi með álíka myndlistarhæfileika og ellefu ára gömul dóttir mín handmálaði eitthvað sjitt á hýsinguna..
En já, það er ekkert svo langt síðan þessar rottur kostuðu tæpann tíuþúsundkall nýjar en við eigum örugglega ekki eftir að sjá svoleiðis verð hérlendis á næstu árum.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.