Gunnar Örn Sigurðsson gítarsmiður smíðaði gítarinn árið 2006 og er þetta einn af þeim síðustu sem voru lakkaðir með gamaldags “nitrocellulose” lakki (leiðréttu mig Gunnar ef ég hef þetta ekki rétt eftir). Gítarinn er svartur, hálsinn með rósaviðarbretti, miðlungsþungur og með Seymour Duncan pickupum (STR1 háls og STL1b brú). Ég er annar eigandi gítarsins. Fyrir þá sem ekki vita þá spilar Ómar Guðjónsson gítarsnillingur mikið á svipaðan Telecaster sem Gunnar smíðaði.

Gítarinn er mjög fallegur og er næst best hljómandi Telecaster sem ég hef prófað og hef ég prófað nokkuð marga (sá besti var mjög gott eintak af Fender Custom Shop Nocaster). Eina sem hægt er að setja út á gítarinn er að það eru tvær lítið áberandi sprungur í lakkinu.

Ástæða sölu er fjármögnun á nýjum gítarmagnara.

Ég er staðsettur á Ísafirði.

Myndir má sjá á:

http://s371.photobucket.com/albums/oo155/stefanfreyr/?action=view&current=Gunnar_Orn_Custom_Tele.jpg
http://luthier.is/LuthierGallery1.htm (svartur, merktur Tele 2006)

Verðhugmynd: 170.000 kr. Engin skipti!

Nánari upplýsingar fást hér á huga, í síma 849 6063 eða á stefanfreyr hjá hotmail.com

Bætt við 10. september 2009 - 22:36
GÍTARINN ER SELDUR!