Vill benda á að þó að gítarinn sé tekinn í tölvu þýðir ekki að þú fáir ekki magnarasándið þitt.
Ég er t.d. farinn að reampa rosalega mikið.
Þeas. tek upp direct gítar, og nota einhvern gítarmagnarahermi meðan gítarleikarinn er að taka upp, en sendi það svo út gegnum reamp box og gegnum magnarann eftirá. Sé marga kosti við það.
*Þá get ég haft gítarleikarann inni í stúdíói hjá mér og talað við hann face to face (í staðin fyrir endalaust talkback fram og til baka)
*Þá get ég keyrt gítarinn gegnum magnarann, og leyft gítarleikaranum að fikta í magnaranum, stilla til soundið o.s.frv án þess að hann þurfi að vera að spila sjálfur (og hefur þar af leiðandi tvær lausar hendur til að fikta og stilla, en ekki spila nokkrar nótur, stilla, nokkrar nótur í viðbót, stilla o.s.frv)
*Þá, eftir að gítarleikarinn er búinn að fá “sándið sitt” gefið mér ágætis tíma í að finna bestu mic staðsetninguna, besta micinn, besta preampinn o.s.frv án þess að gítarleikarinn standi yfir mér með gítarinn og bíði æstur eftir að geta tekið upp.
*Ef að gítarsándið virkar ekki þegar allt er komið saman (sjá neðar) þá get ég alltaf reampað þetta aftur og breytt til eftir þörfum.
*Þá get ég actually fundið til rétta gítarsándið þegar meira er komið í lagið.
Ég sagði áðan sjá neðar.
Oft eyða gítarleikurum miklum tíma í að finna “sándið sitt”, þegar þetta frábæra sánd er tilbúið og tekið upp.. En það á sér bara engann stað í mixi.
Stór hluti “gítarsándsins” á mörgum plötum er í rauninni það sem bassinn er að gera fyrir gítarsándið.
Vildi bara koma þessu að, vinsamlegast ekki líta svo á að ég sé með einhver leiðindi :)
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF