Það gæti verið að ég sé tilbúinn að selja Teiscoinn minn ef rétt verð býðst.

http://www.hugi.is/hljodfaeri/images.php?page=view&contentId=6809459

Hvað er rétt verð? Ég veit það ekki alveg, eigum við ekki bara að segja að rétt verð sé það verð sem einhver sé tilbúinn að borga fyrir hlutinn, ég borgaði að mig minnir 10 þúsund fyrir hann, kannski 15, ég man það ekki alveg, en þá var hann alveg ónothæfur, síðan ég keypti hann er ég búinn að láta skipta um nut á honum, rétta hálsinn og slípa upp böndin, Gunnar Örn gítarsmiður gerði það og núna er þetta allt önnur græja barasta.

Ég áskil mér líka rétt til að taka ekki endilega hæsta tiboðinu, ég vil að þessi gítar lendi hjá einhverjum sem kann að meta svona gítara fyrir það sem þeir eru, ekki einhverjum sem er að leita að einhverju til að hengja á vegginn í stofunni sinni til að geta sýnt fólki hvað hann sé flippaður.

skipti eru því miður ekki inni í myndinni, mig vantar peninga til að kaupa annann gítar.

Ef rætist úr peningavandræðum mínum með öðrum hætti eða að gítarinn sem ég er að spá í að kaupa selst þá mun ég ekki selja þennann.

sendið mér bara skilaboð með hugmyndum um hvað þið séuð tilbúnir að borga fyrir hann.


Bætt við 27. ágúst 2009 - 14:43
Ég ákvað að bæta við svörum við algengustu spurningum sem ég hef verið að fá varðandi þennann gítar.

Hann er í mjög góðu ástandi en það þyrfti helst að losa plötuna sem pickupparnir eru fastir á af og setja eitthvað undir hana því hún er úr einhverskonar plastefni sem er ekki alveg stíft, þarafleiðandi dúar hún svolítið sem gerir það að verkum að hæð pickuppana frá strengjunum er breytileg, eins þarf að skrúfa pickuppana betur við plötuna.

Það fylgir ekki taska með gítarnum, ég fékk ekki tösku með honum og á ekki auka tösku því miður.

Nei, ég er ekki að falast eftir að fá einhverja hundraðþúsundkalla fyrir þennann gítar, hann er gamall en þetta er ekki einhver fokdýr antikgítar, ég er búinn að vera að fá tilboð upp á þetta 20 til 30 þúsund fyrir hann, sjálfur setti ég neðri mörkin á því sem hann færi á við 25, þeas að hann færi aldrei á minna, bjóddu mér 45 og hann er þinn.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.