Ég er með Yamaha SY-2 analog monosynth sem ég var að spá í að skipta út fyrir einhverja örlítið nútímalegri græju, þetta er algjörlega snargeðveikur bassagaur sem lítur út eins og heimilisorgel frá sjöunda áratugnum, hann er með frekar massívt analog waveform sem steinliggur í upptökum. Ég hef verið að nota allskonar softsyntha og eitthvað af korg digitaldrasli og ekkert af því liggur eins vel og þessi í upptökum, hinsvegar er hann soldið fyrirferðarmikill og ég er að leita að einhverju sem er kannski örlítið meira portable til að nota með hljómsveitinni minni..

mynd af eins gaur
http://www.synthmuseum.com/yamaha/yamsy201.jpg

myndbönd
http://www.youtube.com/watch?v=JrtFF7Ic2vg
http://www.youtube.com/watch?v=xWOxkLtZMSY&feature=related

Dómar á harmony central
http://reviews.harmony-central.com/reviews/Keyboard+And+MIDI/product/Yamaha/SY-2/10/1

Þessi gaur er í toppstandi, var áður í eigu Barða BangGang (græjur geta ekki ráðið því hver kaupir þær, ég reyni að erfa það ekki við synthann)

En já, ég er semsagt helst að leita eftir skiptum á öðrum praktískari syntha fyrir þennann en ykkur er velkomið að bjóða í hann líka, sendið mér þá bara skilaboð.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.