ég er ekki með verðlista hljóðfæraverslana í hausnum þannig að ég get ekki svarað þér 100% hvað hlutirnir kosta en já, pickupparnir eru dýrastir en svona volume og tónstillar eru í minningunni miklu dýrari en maður hefði haldið miðað við að þetta eru bara pínulitlir plasttakkar fastir á skafti.
Í þínum sporum myndi ég kaupa seymour duncan pickuppa í tónastöðinni, ég held að þeir séu næstum helmingi ódýrari en tildæmis Gibson pickuppar en þeir eru ekkert síðri, fullt af fólki rífur tildæmis pickuppana úr gibsonunum sínum og setur seymour duncan í þá.
algengt sett sem fólk setur í gítar í stað pickuppana sem fyrir voru er tildæmis Seymour duncan JB við brúnna og seymour duncan jazz við hálsinn, svona sett ætti að skila nokkuð þéttu rokksándi. (ekki láta það að þeir kalli hann jazz hræða þig, þessi gaur hljómar ekkert eins og fimmtíu ára gömul lúðrasveit)
En ég man ekkert hvað volume og tónpottar kosta, mig minnir að ég hafi borgað einhvern 1000 eða 1500 kall fyrir einn volumepott fyrir löngu en ég þori samt ekki að fara með það.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.