Ég hélt einusinni að eyrun mín væru steikt út af of miklum hávaða, ég var í frekar háværri hljómsveit og vann í prentsmiðju með tilheyrandi hávaða og ég var að verða brjálaður, þegar ég kom heim til mín í algjöra þögn þá fannst mér ég alltaf heyra einhver hljóð, eins og drynjandi orgel einhversstaðar langt, langt í burtu.
Þetta ástand var búið að vara í örugglega 2 mánuði og ég var orðinn skíthræddur, hafði heyrt horrorsögur frá fólki sem ég þekki sem er með rokkskemmdir og heyrir alltaf eitthvað hátíðnisuð og sjitt og ég var á leiðinni að panta tíma í tékk á eyrun þegar ég að tilviljun komst að því að nágranni minn væri með lítið útvarpstæki í eldhúsinu sínu sem hann slökkti aldrei á, það var ekki hátt stillt í því en það var ofaná viftu í eldhúsinu hjá honum og hljóðið frá því barst eftir einhverjum lögnum sem voru inni í veggnum í stofunni hjá mér..
Ég spurði hann hvort hann væri til í að prófa að færa útvarpið eitthvert annað og það var sjálfsagt mál, þar með var málið leyst.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.