Vantar smá ráðleggingar með pod x3 live. Mér var sagt að það virkaði að tengja gítarinn í “guitar in” á podinum og “live output” þaðan í inputtið á magnarahausnum. Það virkaði ekki og ég vill heldur ekki nota “fjögurra snúru aðferðina” því þá er bara effektin í pod x3 notuð. Er einhver önnur aðferð til að tengja þetta saman? , sökka þegar kemur að því að tengja svona. Er líka með spurningu um kraftmagnara ef ég myndi nota það með pod x3. Það er innbyggður formagnari held ég í pod x3 (það er allavega innbyggður magnari) og myndi það virka með bara kraftmagnara.
Með fyrirfram þökk, Jóhann :)