Ég reikna með að hann sé frekar gamall en þessir gaurar eru ekkert verðmætir, þetta eru samt helvíti fínir magnarar ef þeim er vel haldið við.
Ég átti lítinn Selmer 1X12 combomagnara sem var búið að skipta um hátalara í og fínstilla töluvert, þessi gaur hljómaði helvíti vel og ég veit til þess að hann var notaður á amk eina plötu með Heiðu og Heiðingjunum, það var drulluflott gítarsánd á þeirri plötu.
En allavega, þessir magnarar eru ekkert verðmætir eða neitt sérstaklega eftirsóknarverðir þó þeir geti verið býsna góðir, ég myndi samt ekki henda honum, hann er örugglega töluvert betri en margt sem er verið að selja í hljóðfæraverslunum í dag (Line6 hóst hóst)
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.