Vona að þetta Hi-jacki ekki þræðinum algerlega en:
Ég var með AC30CC Haus og 2x12 Vox box, hann virkaði ágætlega í svona gig og annað slíkt en mér finnst AC15TB (og líka AC30TB) sounda betur en þessir CC Vox gaurar (þótt að AC30CC er nokkuð áreiðanlegri en AC30TB og því betri gig græja).
Veit svo sem ekki alveg hvernig maður ætti að lýsa hver munurinn á soundinu er en það sem er gott að huga að þegar maður skoðar nýju AC15CC er að þeir eru ekki með tube rectifier sem hefur mikið áhrif á attackið í magnaranum, einnig þá held ég að reverbið í þeim sé ekki tube-drive.
Þetta skilar sér í að AC15CC er ekki beint í áttina að þessu klassíska AC30 soundi þótt AC15CC soundar nokkuð ágætlega.
Nýju AC15 Heritage Collection eru aftur á móti með tube rectifier og eru því (að mínu mati) töluvert meira spennandi en AC15CC.
Vona að þetta hjálpi eitthvað.