Er með til sölu Roland JP-8000 analogue modeling synthesizer með flightcase-i. Þessi synthi hefur reynst mér mjög vel, aldrei verið neitt vesen með hann en núna neyðist ég til að láta hann frá mér til þess að fjármagna frekari hljóðfærakaup.

Þessi græja er mjög straight-forward. Þú hefur alla parametera fyrir framan þig, svo ólíkt flestum budget-synthum í dag er hann fullkominn fyrir real-time editing. Þú þarft sem sagt ekki að fara í gegn um sautján menu til þess eins að breyta envelope-inu o.þ.h.

Ég hef aðallega notað hann í bassa og strengi en hann er með fáránlega feitt sánd fyrir analogue modeling syntha.

Hér er dómur af harmony-central:
http://reviews.harmony-central.com/reviews/Keyboard+And+MIDI/product/Roland/JP-8000/10/1

Mynd af sams konar græju:
http://members.fortunecity.se/kmdm1/rolandjp-8000.jpg

Umfjöllun af vintagesynth.com:
http://www.vintagesynth.com/roland/jp8000.php

Læt hann fara ásamt flightcase-i á 50.000.-
Samloka.