Hvað er langt síðan þú skiptir um lampa?
Hvernig líta þeir út? (eru þeir orðnir svartir að innan?)
Bætt við 7. ágúst 2009 - 00:21
Ég veit ekki hver þú ert staddur í reynslu með lampamagnara en lampar eru orðnir alveg verulega dýrir, ég keypti 2 lampa í lítinn magnara sem ég á um daginn, þetta voru ekkert fancý lampar, bara mjög plein stöff, annar lampinn var meira að segja á “gamla verðinu” en samtals kostuðu þessi grey samt 6000 kall.
Miðað við þetta reikna ég með að umgangur af lömpum í meðalstórann magnara kosti kannski 25 til 30 þús, þú vilt vera viss um að magnarinn þinn þurfi á nýjum lömpum að halda áður en þú ferð útí það kostnaðarsama framkvæmd.
Eins og ég nefndi hérna áðan skaltu tékka á því hvort glerið á lampanum sé orði svart, að lamparnir líti út eins og þeir séu “sótugir” að innan er gott merki um að það sé kominn tími á þá, stundum er líka hægt að heyra að lampar séu á síðasta snúningi með því að kveikja á magnaranum og þegar lamparnir fara að hitna hlustarðu á kvikindin, ef það heyrist frekar sérkennilegt hátíðnihljóð frá lömpunum sjálfum (ég get ekki líkt þessu hljóði við neitt annað því miður) þá er það líka merki um að þeir séu komnir á tíma.
Það er mjög misjafnt hvað lampar endast lengi, Fender og Marshallmagnarar koma tildæmis oftar en ekki frá framleiðandanum með virkilega ódýrum drasllömpum, Marshallmerktu lamparnir eru algjör brandari, ég veit ekki hvort þeir splæsa skárri lömpum í dýrari magnarana sína en það er amk nokkuð algengt að fólk kaupi nýja magnara og byrji á að henda úr þeim lömpunum.
Peavey classic magnararnir eru með viftum sem kæla lampana, það suðar smávegis í þessum viftum en kælingin framlengir líftíma lampanna örugglega um allavega helming, ég hef heyrt um peavey classic magnara sem var notaður virkilega mikið og var samt með 12 ára gömlum lömpum, ég hef líka verið í hljómsveit þar sem hinn gítarleikarinn var með 2 marshallstæður og í minningunni var að fara lampi í þeim gaurum á annari hverri æfingu.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.