Echoplexið mitt er framleitt fyrir evrópumarkað og gengur fyrir 220v straum en Echoplex sem er keypt í bandaríkjunum myndi væntanlega ganga á 110 v og þú þyrftir þá að kaupa þér straumbreyti fyrir það.
Það var hætt að framleiða þessar græjur fyrir lifandis löngu en Fulltone framleiða tape delay sem gæti mögulega hentað þér betur, bæði vegna þess að það er ný græja og þá kannski minna líkleg til að gefa upp öndina á hverri stundu og eins vegna þess að það er örugglega auðveldara að fá teip í Fulltone græjuna, vandamálið er að Fulltone græjan kostar rúmlega 1000 dollara..
Mitt Echoplex er ekki stöðluð týpa af Echoplexi heldur er mitt með innbyggðum 4ra rása mixer, þú þarft örugglega ekki svoleiðis (ég þurfti ekki svoleiðis heldur en gat ekki sagt nei þegar mér var boðin þessi græja) ég hef séð tæki eins og mitt vera að fara á í kringum 750 dollara á ebay, standard echoplexið hefur verið að fara á frá þetta 300 og upp í þúsund dollara eftir ástandi og eftirspurn hverju sinni, sum echoplex eru með lömpum, önnur ekki, mér skilst að lampagaurarnir séu ekki það frábrugðnir hinum í sándi að það sé eitthvað atriði hvort maður sé með.
Áttaðu þig á að ef þú kaupir svona græju þá ertu að kaupa græju sem þarf að dútla slatta í til að halda henni góðri, þetta er ekki bara einhver delaypedali, þetta er segulband með hausum sem þarf að þrífa og mótor sem snýr öllu draslinu, þetta er ekki byggt eins og skriðdreki þannig að þú ferð ekki að þvælast með þetta á tónleika með þér nema að það sé eitthvað stórlega að þér eða að þú sért með tæknimann á launum sem sér um viðhald á dótinu þínu.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.