1. Sem gítarhugmyndir og set þær upp í guitar pro
2. Sem ryþmagítarinn og bassann og set síðan trommutakta yfir allt saman
3. Raða köflum og bæti við kaflaskiptum
4. Byrja að syngja laglínur við lögin til að fá ágætis skilning á hversu mörg atkvæði eiga að vera í hverri línu í hverju versi
5. Sem textann
6. Breyti og endurbæti köflum
7. Sendi guitar pro skjölin og upptökur af söng á hina meðlimina svo að þeir geti lært þetta
8. Breyti og endurbæti köflum
9. Send endurbættar útgáfur af laglínum og riffum á strákana. ( ATH að skref 8 og 9 gætu allt eins verið skref 8,9,10,11,12,13,14,15…. enda er ég mikið fyrir að breyta dótinu til og á sirka 4 eða 5 skjöl með hverju lagi merkt einhverju á borð við: Loka útgáfa og svo loka loka útgáfa og að lokum loka útgáfa sem bannað er að breyta….og síðan kannski ein útgáfa í viðbót)
10. Bý til heiti yfir alla kafla með hljómsveitinni til þess að fá betri skilning á heildarmyndinni
11. Æfi með hljómsveitinni.