ég veit að þetta er kanski ekki alveg staðurinn til að vera að vera spurja um þetta enn veit einhver hvar eg get feinkið gott og ódýrt upptökuforrit helst undir 10 þús ??
Ég myndi fá mér audacity og kaupa converter úr jack í usb , til að taka upp gítar og/eða bassa (eða rafmagnstrommur) eða kaupa midi í usb converter fyrir þá hljómborð og/eða söng (mic) Þetta kostar tæpan 10.000 kr en audacity er frítt.
Mjög sniðug leið líka til að spara pening og taka upp gítar er að kaupa digitech RP 150 gítar effect pedal og þá ertu kominn með interface fyrir gítar og bassa og haug af effectum.
Ekkert mál, einnig er til forrit sem heitir Adobe Audition eða eh álika sem eg á eftir að prófa, en meðal þeirra sem ég hef prófað eru ofc SoundRecorder, Luna, Kristal, Acoustic Multilabs og nokkur fleiri. Basicly virka illa.
Ég myndi bara stela nokkrum mismunandi upptökuforritum af netinu til að byrja með til að komast að því hvað hentar þér, ég mæli með Ableton Live, hvaða útgáfu sem er að því með og yfir version 4.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.
Það sem ég geri þegar ég er að taka upp heima hjá mér er:
Ég nota line 6 toneport sem external hljóðkort, hellingur af mismundandi gítar/bassa effektum þar inni.
Tek upp í audacity
Svo programma ég trommur í guitarpro og læt síðan það inn í EZdrummer í gegnum fruityloops sem Les MIDI upptökuna.
Audacity er frítt á netinu, Toneportið þarftu að kaupa, getur fengi toneport UX1 á milli 5 -8þ á að giska. Restina er hægt að nálgast frítt á netinu allstaða
Cockos Reaper, þetta er fully-functional VSt recording environment sem er verið að þróa. Tæknilega séð kostar það peninga en þú færð 30 daga trial sem í raun rennur aldrei út (eftir 30 daga kemur bara svona gluggi sem minnir þig á að kaupa forritið, en það heldur áfram að virka)
Þetta gefur Cubase og Ableton lítið eftir og eru margir professional tónlistarmenn farnir að nýta sér þetta í stúdíóinu
google: “cockos reaper”
Bætt við 2. ágúst 2009 - 19:19 ó og já, geri ráð fyrir að þú sért með eitthvað gott soundcard eða recording interface… það mál er algerlega óskylt upptökuforritum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..