Munurinn er mikill á klassískum og þjóðlaga kassagíturum. Þjóðlaga gítarar eru oft stærri (með stærri kassa) og íburðameiri. Þjóðlagagítarar eru líka með stálstrengi á meðan klassískir eru oftast með nylon strengi. Hljóðlega séð er þjóðlagagítarar háværari og tóninn harðari (enda með stálstrengi), fer samt eftir hve þykka og hvernig húðaða strengi þú ert með á gítarnum.
Margir byrja á klassískum gítar, segja það sé auðveldara, en ég veit ekki í hverju það á að vera fólgið, hann er kannski minni og auðveldara að koma höndunum utan um hann. En ég held að þjóðlagagítar sé ekkert verri til að byrja á, hálsin er oft mjórri á þeim og (mér persónulega finnst) betra að spila á þá og auðveldara. Mömmur eru mjög hrifnar af klassískum gíturum því þeir eru hljóðlátari ;)
Ef þú hefur áhuga á að spila popp og rokktónlist á gítarinn þá er um að gera að fjárfesta í þjóðlagagítar strax í stað þess að kaupa klassískan og þurfa síðan að skipta um leið og þú ert kominn með beisikkið því það er ekki eins gaman að spila rokk og popp á klassískan gítar. Hinsvegar ef þú ætlar þér út í klassíska tónlist þá er færðu þér náttúrulega klassískan