Orsök - Nýtt band
Jessss, ég myndi skella einhverju ógeðslega flottu bio um bandið og myndum og svoleiðis en ég á ekkert svoleiðis þar sem ákvað að setja þetta allt upp í flýti fyrir tónleikana sem við erum að spila á í gamla bókasafninu á fimmtudaginn næsta.
Þetta band hét einusinni Klístur og spilaði frekar hrátt og einfalt pönk meðal annars en hefur hægt og rólega þróast yfir í það sem við erum að spila núna.
Fyrra lagið “II” er af Demo plötu sem við erum að fara að gefa út sem á að heita “The Last Broadcast” og inniheldur 4 lög.
Seinna lagið “end time ruler” er mikið nýrra lag sem við tókum upp live á æfingu fyrir stuttu og lýsir okkur kannski aðeins betur í dag.
Ég nenni eginlega ekki blaðra meira í bili og leyfi ykkur bara að sjá um rest.
http://www.myspace.com/orsok