Já, það var hræðilegt, það tróð einhver 150 w line6 spider magnara upp í rassinn á mér, ég á ennþá erfitt með að sitja.
Nei mér er ekki illa við Line6, ég á Line6 pod og Line6 5 strengja bassa og það eru ágætar græjur, sérstaklega bassinn.
Hinsvegar finnst mér magnararnir þeirra ekki góðir eða amk gítarmagnararnir, ég hef ekki prófað bassamagnarana en bassaleikarinn sem er með mér í hljómsveit núna notar svoleiðis og mér heyrist hann hljóma ágætlega.
Ég hef eingöngu prófað þessa spidermagnara, ekki þann sem er með lömpunum, og mér finnst þeir hljóma alveg gríðarlega ósannfærandi, ég fæ alls ekki tilfinninguna að ég sé að spila í gegnum “alvöru” magnara einhverra hluta vegna, upplifi þessa gaura meira eins og einhverjar stereógræjur, alveg hlutlausir magnarar, það er ekkert líf í þeim.
Og ég er ekki eingöngu að miða þá við einhverja rándýra lampamagnara heldur, ég hef tildæmis átt mjög ódýrann randall transistormagnara sem hljómaði mun meira lifandi en svona line6 magnari.
ég er heldur ekki hrifinn af effektapedölunum þeirra, þeir hljóma of neutral og hreinir einhvernveginn, ég átti filter modellerinn þeirra og mér fannst hann ónothæfur í allt annað en svona stutta sound effekta, ef maður notaði hann í laglínur eða slíkt þá fannst mér hann hljóma mjög gervilega, stundum er gervilegur hljómur alveg eftirsóknarverður en ég er ekki hrifinn af svoleiðis, á sama tíma og ég átti filter modellerinn var ég að nota Electro Harmonix Bass Microsynth bæði á gítar og bassa og gæðamunurinn í hljómnum á þeim gaur og line6 græjunni var alveg sláandi, EHX græjan var analog, line6 græjan er digital og það bara vantaði allann saur og sál í line6 græjuna.
Ég er búinn að vera að spila á gítar síðan áður en meirihluti notenda þessa áhugamáls fæddust, ég er ekkert sérstaklega góður hljóðfæraleikari samt en ég ólst upp á analog dóti og lampamögnurum, line6 dótið er framleitt með það fyrir augum að herma eftir hinu og þessu fyrir lítinn pening, þessar eftirhermur þeirra eru ekki nógu sannfærandi í mínum eyrum, mér finnst þetta stöff vera soldið eins og þegar Örn Árnason er að herma eftir Davíði Oddssyni í Spaugstofunni, þú veist alveg hver hann á að vera en þú myndir aldrei taka feil á honum og Davíð ef þú mættir honum í gervinu úti á götu.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.