Ég er að íhuga að kaupa Baritone gítar þar sem að ég er farinn að spila mikið í CGCGAD stillingu. Er nokkuð mál að tune-a baritone gítar í þessa stillingu? Gæti ég þurft að láta stilla hálsinn og þannig?
hmm, langar líka sjúklega í baritone en ég held þeir sé venulega mun lægri. í B eða eitthvað. Þú getur það náttúrulega en þú getur samt allveg eins gert það á venjulegann gítar. þetta er ekkert voðalega lágt.
Það skiptir litlu máli hvaða gítar þú ert með, ef þú ert að stilla hann upp eða niður eru líkur á því að þú verðir að stilla hálsinn og láta fara yfir hann til þess að hann virki alveg 100%.
Þú þarft að stilla hálsinn fyrir flestar stórbreytingar á tjúni.. Þetta er ekki það mikið drop (Drop-D og niður um heiltón) að það þarf talsvert minna að fikta við uppsetningu á venjulegum (24,75/25,5" skala) gítar heldur en bariton gítar til að setja þá upp til að henta þessu tjúni. Bariton koma standard tjúnaðir í B-standard, þ.e. 5 hálftónum neðar en venjulegir.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..